Hefur þú áhuga á að spila fótbolta og fá fullt starf í Færeyjum? Þá er þetta frábært tækifæri fyrir þig!
Knattspyrnufélag í Færeyjum er nú að leita að áhugasömum fótboltamönnum sem vilja vinna í fullu starfi við fiskvinnslu, á kaffihúsi eða á bensínstöð og á sama tíma spila í næst efstu deild Færeyja. Þetta er flott tækifæri til að fá reynslu af því að spila erlendis og starfið mun vera sniðið að þörfum þínum til að geta náð sem besta árangri í boltanum.
Félagið er staðsett á minni eyju í Færeyjum og þetta hentar því ekki þér sem þarf á þægindum stórborgar að halda. Vinnuveitandinn útvegar húsnæði á góðu verði.
Starfslýsing: Knattspyrnumaður og starfsmaður við fiskvinnslu, kaffihúsi eða bensínstöð
Laun: Um 20.000 DKK á mánuð
Helstu verkefni:
- Spila fótbolta
- Fiskvinnsla: flokkun, hreinsun, pökkun
- Kaffihús: almenn störf á kaffihúsi
- Bensínstöð: almenn störf á kaffihúsi
Starfstímabil: janúar – október 2023
Hæfnikröfur
Þú átt helst að hafa reynslu af því að spila í meistaraflokki. Kostur er að hafa reynslu af knattspyrnu í einhverri af eftirfarandi deildum:
- Svíþjóð: divison 4 eða hærri
- Noregur: division 3 eða hærri
- Danmörk: Danmarkserien eða hærri
- Finnland: division 3 eða hærri
- Ísland: 2. deild eða hærri
Gustav, frá Danmörku: https://www.nordjobb.org/da/om-nordjobb/stories/til-faeroeerne-for-fodbold
Maja, frá Svíþjóð: https://www.expressen.se/sport/foreningsliv/maja-24-ska-spela-fotboll--och-rensa-fisk-pa-faroarna/
Smellið hér til að sækja um starfið. Smellið svo á græna takkann (Sök tjänsten). Umsóknarfrestur 28. nóvember 2022.