Við leitum að starfsmanni í vinnu við tómataræktun í garðyrkjustöð í Borgarfirði. Starfstímabil er frá miðjum/seinnipart júní til 20. nóvember 2020. Helstu verkefni eru almenn garðyrkjustörf við tómataræktun og lítilsháttar útistörf.

Húsnæði og fæði er í boði á staðnum gegn greiðslu samkvæmt kjarasamningi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi. Ath. vegan fæði er ekki í boði á vinnustaðnum og einungis reyklausir koma til greina.

Áhugasamir geta sótt um hér á síðunni eða haft samband við island@nordjobb.org fyrir nánari upplýsingar.

Sækja um

Invalid Input

Dette websted anvender cookies. Hvis du fortsætter, har du accepteret brugen af cookies.