
Ráða starfsfólk

Nordjobb býr yfir rúmlega 30 ára reynslu af að miðla vinnu innan Norðurlandanna. Eitt af mikilvægum markmiðum Nordjobb er að auka hreyfanleikann á norræna vinnumarkaðnum og sýna fram á möguleika á að vinna og búa í nágrannalandi. Þegar þú notar þjónustu Nordjobb færðu fría aðstoð við ráðningu og leggur einnig þitt af mörkum til norræna samstarfsins.
Allir norrænir ríkisborgarar geta ráðið sig í vinnu í öðru norrænu landi án vandamála. Hafðu samband við verkefnastjórann í þínu landi varðandi spurningar sem gætu vaknað.
Í umsókninni þinni skráir þú hvers konar vinnu er um að ræða og tekur fram ef um sérhæfð störf er að ræða og á hvaða tímabili er óskað eftir starfskrafti. Verkefnisstjórarnir finna þar næst umsækjendur við hæfi í gagnagrunni okkar. Þú skráir þig þar næst inn á þitt svæði og skoðar þær umsóknir sem teknar hafa verið fram og velur úr þeim þá sem þú vilt ráða. Svo höfum við samband við viðkomandi og ráðningarsamningur er útbúinn.