Nú er tilvalið tækifæri fyrir þig sem er líkamlega sterkur, skipulagður og jákvæður – starf í fiskiðnaðinum í Norður-Noregi. Tveir vinnustaðir í Øst-Finnmark leita nú að starfsfólki í framleiðslu. Um er að ræða nútímalega aðstöðu með áherslu á ferskan fisk og krabba, beint úr Barentshafi. Utan vinnutíma færð þú tækifæri til að upplifa það besta sem Norður-Noregur hefur upp á að bjóða hvað varðar náttúru og norðurljós. Vinnuveitandinn býður einnig upp á húsnæði. Ef þú hefur áhuga á árstíðabundnu starfi í fiskvinnslu, þá er þetta tilvalið tækifæri fyrir þig.

 

Helstu verkefni:

  • Slæging (hreinsa fisk að innan)

  • Pökkun á fiski og krabba

  • Önnur verkefni á lager

  • Vinna í samræmi við HSM og reglur um hreinlæti

 

Hæfniskröfur:

  • Hreysti, um er að ræða líkamlega krefjandi starf.

  • Þarft að vera lausnamiðaður og sveigjanlegur á vinnustaðnum.

  • Áreiðanleiki, nákvæmni og vilji til að læra.

  • Reynsla í fiskiðnaðinum eða matarframleiðslu er kostur en ekki krafa. Starfsmenn fá þjálfun á staðnum.

  • Góð enskukunnátta nauðsynleg, skandinavískt tungumál er kostur.

 

Vinnutímabil:

Vinnutímabilið er sveigjanlegt vegna Covid-19 og takmarkana á ferðalögum til Noregs.

Vinnuveitandi hefur þörf á starfsfólki frá júní til desember, en það gæti einnig verið í boði að byrja í haust og vinna fram að vor 2022.

Möguleiki á framlengingu/fastráðningu.

 

Staður

Kjøllefjord og Berlevåg, Norður-Noregi

 

Laun

U.þ.b. 195 NOK/klst, álag þegar það á við. Á tímabilinu janúar – júní eru góðir möguleikar á yfirvinnu.

 

Húsnæði

Vinnuveitandinn býður upp á húsnæði þar sem fleiri búa saman. Hentar því vel ef tveir eða fleiri eru að sækja um vinnu saman.

Leiguupphæð er 3.000 NOK á mánuði, innifalið er rafmagn, nettenging, sjónvarp o.s.frv. Húsnæðið er í 10 mín. göngufæri frá vinnustaðnum.

 

Annað

Vinnuveitandi er tilbúinn til að aðstoða með upplýsingar varðandi ferðalag til Noregs á tímum Covid-19, og að greiða fyrir kostnað vegna Covid-19 skimunar eða sóttkvíar.

ATH. þar sem Ísland er flokkað sem gult svæði þurfa þeir sem ferðast frá Íslandi ekki að fara í sóttkví við komu til Norður-Noregs (upplýsingar frá 10. júní 2021).

 

Sækja um

Þeir sem hafa áhuga geta sent inn fyrirspurn eða umsókn og ferilskrá á ensku eða skandinavísku á norge@nordjobb.org

Sök jobbet

Ej giltig e-postadress
Ej ifyllt

Den här webbplatsen använder cookies. Genom att klicka vidare godkänner du att vi använder cookies.