Sjálfbært Nordjobb

Svona vinnur Nordjobb með sjálfbærni.

Nordjobb beitir sér fyrir því að auka hreyfanleika milli norrænu landanna og með þátttöku þinni í Nordjobb hjálpar þú til við framkvæmd verkefnisins.

Það eru margir kostir við samþættingu Norðurlandanna, meðal annars sveigjanlegri vinnumarkaður og aukin tækifæri fyrir vinnuþega, auk fjölþættra náms- og menntunarmöguleika. Á sama tíma stuðlar þú að þróun og samstöðu á sviði tungumála og menningar, sem styrkir og sameinar Norðurlöndin í félagslegri og efnahagslegri sjálfbærni!

Stigakeppni Nordjobb

Sem þátttakandi í Nordjobb býðst þér jafnframt að taka þátt í sjálfbæru stigakeppninni okkar með möguleika á að vinna til verðlauna! Við höfum tekið saman nokkrar skemmtilegar uppástungur og verkefni til að gera Nordjobb reynsluna þína sjálfbærari. Nánari upplýsingar um stigakeppnina má nálgast hér. Vinningshafar geta valið milli þriggja verðlauna: Jetboil Flash eldunartækis, ullarnærfata frá Dilling eða Fjällräven bakpoka.


insert_drive_file Stigakeppni Nordjobb

Námskeið í sjálfbærni

Sumarið 2022 bjóðum við upp á námskeið og vinnustofu í sjálfbærni. Með fjárveitingu frá NUBF fáum við heimsókn frá nemendasamtökum Triple S og Framtiden i Våre Hender. Við verðum með tveggja daga vinnustofur í Kaupmannahöfn með spennandi dagskrá. Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum eða á heimasíðunni okkar, þar sem við tilkynnum um leið og opnar fyrir skráningu.