Två nordjobbare

Þegar tilboð um vinnu berst frá Nordjobb fylgir því aðstoð við leit að húsnæði á staðnum. Á hverju ári miðlum við húsnæði í hundraðatali til ungmenna á aldrinum 18-30 ára.

Við leitum að íbúðum eða herbergjum með aðgang að sturtu, salerni og eldhúsi. Mikilvægt er að stutt sé í almenningssamgöngur, sérstaklega í stærri borgum. Við viljum bjóða þátttakendum gott húsnæði á sanngjörnu verði þar sem launin þeirra nægja ekki til að borga háa leigu. Húsnæðið sem við bjóðum upp á er því oft stúdentaíbúðir. Meðal annarra möguleika er að nokkrir þátttakendur búa saman í stærri íbúð eða húsi. Íbúðir og herbergi þurfa að vera innréttaðar með a.m.k nauðsynlegustu húsgögnunum. Eldhúsbúnaður, dýna og koddi eiga að vera til staðar í íbúðinni/herberginu.

Hafðu samband við Nordjobb í þínu landi varðandi skráningu og spurningar um útleigu á húsnæðinu þínu.

Þú getur einnig skráð þig sem leigusala með því að fylla út netumsóknina okkar. Eftir að þú hefur fyllt út umsóknina getur þú haft samband við Nordjobb í gegnum síma eða tölvupóst, til að fá frekari upplýsingar um þá möguleika sem eru í boði varðandi útleigu á húsnæðinu þínu.

Sniðmát fyrir leigusamninga

Þátttakendur vinna yfir eina árstíð í 1-4 mánuði allt árið í kring.. Í flestum tilvikum er undirritaður samningur milli leigjanda og leigusala en í sumum tilvikum er einnig möguleiki á að skrifa undir samning við Nordjobb. Í þeim tilvikum er um að ræða mörg herbergi eða íbúðir. Verkefnastjóri Nordjobb og aðstoðarfólk er til staðar í móttökubæjum okkar yfir sumarið og geta hjálpað til við að skila lyklum, redda innborgun og vísa veginn að húsnæðinu. Hægt er að hafa samband við þau allt árið varðandi spurningar sem upp kunna að koma.

Leigðu út húsnæði þitt

Invalid Input
Invalid Input