Sækja um vinnu

Ef þú ert norrænn ríkisborgari eða hefur ríkisfang innan ESB þá geturðu sótt um Nordjobb. Ef þú ert ríkisborgari lands innan ESB gætirðu þurft að sækja um atvinnuleyfi áður en þú tekur tilboði frá Nordjobb. Við megum því miður ekki sækja um atvinnuleyfi fyrir þig.

Was this helpful?

Þegar verkefnisstjóri kynnir umsókn þína fyrir vinnuveitanda þá er hún bundin í því landi. Það þýðir að meðan umsóknin er í vinnslu er ekki hægt að kynna hana fyrir vinnuveitendum í öðrum löndum.

Was this helpful?

Nei, aldurstakmark okkar er 18-30 ára. Þú verður að verða orðin/n 18 ára þegar sumarvinna þín hefst og mátt ekki verða 31 ára á starfstímabilinu.

Was this helpful?

Þú getur fyllt umsóknareyðublaðið út á sænsku, dönsku eða norsku. Ekki er krafist þess að þú kunnir að skrifa á tungumálum þeirra landa sem við bjóðum upp á vinnu í.

Was this helpful?

Ef vinnuveitandi vill ráða þig hefur verkefnisstjóri Nordjobb samband við þig (í gegnum tölvupóst eða síma) og býður þér starfið. Stundum hefur atvinnurekandinn sjálfur samband að fyrra bragði. Ef þú afþakkar starfið getum við því miður ekki boðið þér aðra stöðu, heldur verður umsókn þín fjarlægð úr hópi þeirra umsókna sem við vinnum með. Mögulegt er að fá tilboð um vinnu frá því í febrúar en flestir eru þó ráðnir í maímánuði.

Was this helpful?

  • Veldu fleiri en eitt land og starfsgreinar.
  • Taktu fram að þú getir unnið í að minnsta kosti tvo mánuði.
  • Skilaðu umsókn þinni eins fljótt og mögulegt er.
  • Vertu viss um að umsókn þín sé fullgerð.

Was this helpful?

Við reynum að taka tillit til slíkra óska, en getum ekki lofað neinu. Það er atvinnurekandinn sem tekur lokaákvörðun um hvern hann ræður í vinnu og því getur verið að aðeins annað ykkar fái vinnu eða að þið endið á mismunandi vinnustöðum.

Was this helpful?
Dette websted anvender cookies. Hvis du fortsætter, har du accepteret brugen af cookies.