
Sækja um vinnu

Ef vinnuveitandi vill ráða þig hefur verkefnisstjóri Nordjobb samband við þig (í gegnum tölvupóst eða síma) og býður þér starfið. Stundum hefur atvinnurekandinn sjálfur samband að fyrra bragði. Ef þú afþakkar starfið getum við því miður ekki boðið þér aðra stöðu, heldur verður umsókn þín fjarlægð úr hópi þeirra umsókna sem við vinnum með. Mögulegt er að fá tilboð um vinnu frá því í febrúar en flestir eru þó ráðnir í maímánuði.