Hreyfanleiki yfir landamærin á sér langa hefð á Norðurlöndunum. Með hjálp Nordjobb hafa öll fyrirtæki og Nordjobb þátttakendur tækifæri til að auka þekkingu sína á nágrannalöndum okkar.
Áhugasamt starfsfólk
Nordjobb þátttakendur taka ekki bara þátt til að fá laun fyrir vinnuna. Þeir eru áhugasamir og forvitnir um annað norrænt land en sitt eigið. Viðunandi kunnátta í einu af skandinavísku tungumálunum dönsku, sænsku eða norsku, er skilyrði fyrir umsækjendur. Við vitum af reynslu að norrænu starfsmennirnir eru ferskur blær fyrir allan vinnuhópinn.
Mörg starfssvið koma til greina
Ár hvert samanstendur gagnagrunnur Nordjobb af um það bil 10 000 umsóknum með mismunandi starfsreynslu og menntun. Margir umsækjendanna eru ennþá í námi og geta því veitt sérhæfða aðstoð innan ákveðinna starfssviða. Þú sem vinnuveitandi velur hverjum þú vilt bjóða vinnu. Nordjobb finnur umsækjendur sem standast þínar kröfur og óskir og kynnir þá fyrir þér.