Två nordjobbare

Nordjobb snýst ekki eingöngu um vinnu, heldur einnig um upplifanir. Mikilvægur liður í hugmyndafræði Nordjobb er að bjóða upp á frístundastarfsemi fyrir þátttakendurna.

Menningar- og frístundastarfsemin þjónar ýmsum tilgangi. Hún skapar tækifæri fyrir ungmenni allstaðar frá Norðurlöndunum til að hittast og mynda tengsl, en býður einnig upp á tækifæri til að kynnast dvalarlandinu betur. Auk þess að skipuleggja viðburði og ferðir þá leggjum við áherslu á fjölda ólíkra málaflokka. Þeir geta fjallað um skilning á norrænum tungumálum, staðbundnar hefðir sem og þjóðarhefðir, sögu og samfélag og fræðslu um vinnumarkað á Norðurlöndunum.


midsommar

Þjóðarhefðir

Í Svíþjóð er Jónsmessa haldin hátíðleg, í Danmörku og Noregi er haldið upp á “Sankt Hans” og í Finnlandi heitir það “Juhannus”. Í gegnum Nordjobb færðu tækifæri til að fagna hefðunum eins og gert er í þínu dvalarlandi.

utflykt

Ferðir

Hvort sem það er klettaklifur í Noregi, sigling um skerjagarðinn á Álandseyjum eða útreiðartúr á Íslandi, þá eru ferðirnar í frístundarstarfsemi Nordjobb oftast eitt af því minnistæðasta frá ævintýrinu þínu.

kurs

Tungumálakennsla

Hefðbundin liður í menningar-og frístundarstarfseminni er kennsla í skilningi á norrænum tungumálum. Innan Nordjobb leggjum við mikla áherslu á skandinavísku tungumálin, þ.e.a.s. dönsku, norku og sænsku.

fritidsbild

Eigin hugmyndir?

Kannski ert þú með uppástungur um sameiginlega viðburði meðan á starfstímabilinu þínu stendur? Sem Nordjobb þátttakandi getur þú haft áhrif á dagskrárinnihaldið. Ræddu möguleikana við verkefnisstjórann þinn.