1. Almennt um þjónustu Nordjobb
Nordjobb er rekið af Norræna félaginu í samstarfi við Samband norrænu félaganna og er fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni.
Þjónusta Nordjobb felst í aðstoð við að finna starfsfólk, að finna og miðla húsnæði fyrir sömu starfsmenn (einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu), og frístunda- og menningardagskrá. Við söfnum saman og miðlum hagnýtum upplýsingum til vinnuveitenda og starfsmanna um nauðsynleg gögn og samskipti við stofnanir og yfirvöld. Það er ekki nauðsynlegt að nýta alla þá þjónustu sem Nordjobb býður upp á. Til dæmis getum við aðstoðað við að finna húsnæði og boðið upp á frístundadagskrá fyrir þá starfsmenn sem þið vinnuveitandi hefur sjálfur ráðið til sín.
Í vissum tilfellum getur Nordjobb aðstoðað fyrirtæki með annað en framangreint. Hafið samband við verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi ef óskað er eftir slíku.
2. Umsækjendur
2.1 Um umsækjendur
Nordjobb umsækjendur eru á aldrinum 18-30 ára og eru annaðhvort ríkisborgarar í einu Norðurlandanna eða í Evrópusambandinu. Allir umsækjendur skulu hafa skandinavískt mál á sínu valdi.
2.2. Val á umsækjendum
Nordjobb sendir þér umsækjendur sem uppfylla þær kröfur og óskir sem fyrirtæki þitt hefur komið á framfæri. Við getum þó ekki tryggt að geta útvegað umsækjendur sem uppfylla allar kröfur en við gerum okkar besta til að koma til móts við þær óskir sem settar hafa verið fram.
2.3. Behandling av personopplysninger
Søknadene som presenteres for deg inkluderer personopplysninger som tilhører den enkelte søker. Du som arbeidsgiver forplikter deg til å slette denne informasjonen når den ikke lenger skal skal behandles, og ellers håndtere denne informasjonen på en måte som er i samsvar med EUs personvernforordning og nasjonale lover og forskrifter i ditt land.
2.4 Ábyrgð á vali á umsækjanda
Nordjobb sendir umsóknir til þín og það er undir þér komið sem vinnuveitanda að ákveða hver hlýtur starf hjá þér. Ábyrgðin á því að tryggja gæði starfsmanns fyrir ráðningu liggur hjá þér sem vinnuveitanda.
2.5 Starfstilboð til Nordjobb umsækjanda
Það að samþykkja umsækjanda felur í sér að þú hyggist ráða hann til starfa. Þegar þú hefur samþykkt umsækjanda vænta bæði Nordjobb og umsækjandinn þess að þau áform standist.
2.7 Breytingar á ráðningu
Ef aðstæður í kringum ráðningu á Nordjobbara breytast, t.d. breytingar á ráðningartímabili eða vali á umsækjanda, skal tilkynna það til Nordjobb.
2.8 Endurráðning nordjobbara frá fyrra ári
Ef þú velur að ráða aftur starfsmann sem fékk fyrra starf í gegnum Nordjobb þá óskum við eftir tilkynningu þess efnis. Þetta er mikilvægt fyrir eftirfylgni okkar í verkefninu.
3. Svarsfrestur
Vinnuveitandi skal senda Nordjobb skilaboð um hvaða umsækjendur hann vilji ráða til starfa innan þess tímaramma sem verkefnisstjóri setur. Veittur frestur getur þó aldrei lengri en 14 dagar.
4. Starfsaðstæður
Þegar þú velur að taka á móti Nordjobbara væntir Nordjobb þess að hjá þér gott starfsumhverfi. Þetta felur í sér eftirfarandi:
- Að fyrir liggi skriflegur ráðningarsamningur milli fyrirtækis þíns og nordjobbarans.
- Að vinnuskilyrði uppfylli gildandi lög.
- Að laun og uppbætur séu greidd eftir gildandi kjarasamningum og á réttum tíma.
- Að gefa tíma fyrir kynningu fyrir nordjobbarann í kringum starfsbyrjun.
- Að starfsmaðurinn fái upplýsingar um vinnutíma sinn með góðum fyrirvara.
5. Samskipti
5. 1. Samskipti við nordjobbara
Það er mikilvægt að nordjobbarar fái ítarlegar upplýsingar um komandi vinnustað og starfsumhverfi með góðum fyrirvara svo þeir eigi hægar um vik með skipulagningu ferðalagsins og viti hvaða reglur og skilyrði gildi á vinnustaðnum sem þeir eru á leið til. Það er einnig mikilvægt að það sé skýrt hver tengiliður þeirra og Nordjobb sé, hvort sem það er áður, á meðan og eftir að vinnutímabili lýkur.
Þeir starfsmenn fyrirtækisins sem taka þátt í móttöku nordjobbara eiga að vera upplýstir um eðli samstarfs vinnustaðarins og Nordjobb.
5.2. Samskipti við Nordjobb
Við hjá Nordjobb lítum svo á að góð samskipti séu grunnur farsællar samvinnu. Að okkar mati fela góð samskipti í sér eftirfarandi:
- Að við gerum grein fyrir væntingum okkar og óskum.
- Að svara tölvupóstum og símtölum eins fljótt og auðið er.
- Að halda sig við uppgefinn tímaramma. Ef eitthvað kemur í veg fyrir að hægt sé að halda tíma skal senda skilaboð þess efnis.
- Að Nordjobb sé upplýst um breytingar sem snerta samstarfið, svo sem varðandi tengiliði á vinnustaðnum og nordjobbara.
6. Kostnaður
Grunnþjónusta Nordjobb er ókeypis og er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Þjónustan felur í sér aðgang að umsækjendum, upplýsingum um samskipti við yfirvöld og frístundadagskrá. Óskir um frekari þjónustu þarf að ræða sérstaklega við starfsfólk Nordjobb. Slík þjónusta gæti falið í sér kostnað.
7. Markaðssetning samstarfs
Þegar vinnuveitandi velur að taka á móti starfsfólki í gegnum Nordjobb er hann skilgreindur sem samstarfsaðili Nordjobb. Það felur í sér að fyrirtækið hefur möguleika á því að upplýsa um og auglýsa samstarfið. Það gæti verið á vefsíðu fyrirtækisins, í auglýsingum, í upplýsingum til nýrra starfsmanna o.s.frv.
Nordjobb er einnig heimilt að upplýsa um samstarfið á vefsíðu sinni, í upplýsingum til vinnuveitenda, í tengslum við viðburði og við önnur tilvik þar sem við höfum möguleika á því að auka sýnileika fyrirtækis þíns.
8. Samstarfsslit
Á hvaða tímapunkti sem er geta aðilar þessa samstarfs valið að slíta samstarfinu með því að senda skilaboð þess efnis til hins aðilans. Slík skilaboð geta verið hvort sem er munnleg eða skrifleg.