Eitt af markmiðum Nordjobb er að auka áhuga þátttakenda á Norðurlöndunum og norrænu samstarfi.

Í gegnum vinnuna kynnist maður nýju landi og með þátttöku í menningar- og frístundadagskránni myndast tengsl við ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum. Nordjobb er fyrsta skrefið fyrir marga inn í hið Norræna samstarf. Þegar starfið tekur svo enda eru þónokkrir möguleikar í boði til að halda hinum norrænu tengslum opnum:

Ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi (UNF)

Ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi (UNF)

Ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi (UNF) vinnur að því að skapa vinasambönd bæði innanlands og innan hinna Norðurlandanna. Auk þess er reynt að styrkja samband og stuðla að þekkingu og kunnáttu um menningu og þjóðfélag annara Norrænna landa.

Nordklúbburinn er frábær staður til að kynnast nýju og skemmtilegu fólki, halda norrænum tungumálakunnáttum við (ef við á), skemmta sér og ferðast. Meðal þess sem við höfum gert er:

  • Bíó-kvöld
  • Matarkvöld
  • Fjallagöngur
  • Kaffihúsahittinga
  • Spilakvöld

Norræna félagið

Norræna félagið

Norræna félagið er gamalgróið félag í stöðugri endurnýjun. Það var stofnað árið 1922 til að efla samstarf og vináttutengsl Íslendinga og annarra Norðurlandabúa og er sú hugsjón hið fasta leiðarljós félagsins.

Norræna félagið starfar í 30 félagsdeildum um allt land. Starf félagsdeilda er mjög fjölbreytt, en víða er kjölfesta deildanna norrænt vinabæjasamstarf, ungmennaskipti, viðburðahald og samstarf við viðkomandi sveitarfélag um norræn verkefni. Norræna félagið er félag í vexti og fjölgar félagsdeildum reglulega.

Skrifstofa Norræna félagsins á Íslandi veitir félagsmönnum og öllum almenningi á Íslandi góða og faglega þjónustu um Norðurlönd og norrænt samstarf. Starfsfólk skrifstofunnar og félagskjörnir fulltrúar sinna fjölbreyttum verkerfnum sem öll hafa að markmiði að styðja við samstarf Norðurlanda á flestum sviðum.


Nordjobbambassadörer

Nordjobbambassadörer

Med medel beviljade från Nordisk Kulturkontakt och stödprogrammet Norden 0–30 har Nordjobb tillsammans med Föreningarna Norden Sverige, Norge och Danmark glädjen att presentera projektet Nordjobbambassadörer!

Projektet ämnar sprida kunskap och inspiration om jobb och kulturupplevelser i Norden, unga nordbor emellan. Tidigare Nordjobbare blir ambassadörer som håller kreativa informationsuppdrag i Norden. Uppdragen ämnar inspirera samt minska tröskeln för att jobba, uppleva kultur och språk i Norden.

Dette websted anvender cookies. Hvis du fortsætter, har du accepteret brugen af cookies.