Svona virkar þetta
Nordjobb auðveldar ykkur að ráða starfsfólk frá öðru norrænu landi. Svona virkar ferlið:
1. Þið sendið okkur upplýsingar um hæfnikröfur starfsins
Nordjobb á í nánum samskiptum við vinnuveitandann til að finna umsækjendur sem uppfylla hæfnikröfurnar. Þið veitið okkur upplýsingar um hæfnikröfurnar og skilyrðin sem gilda um starfið.
2. Nordjobb finnur umsækjendur sem mæta þörfum ykkar
Nordjobb birtir starfsauglýsingu með upplýsingar um starfið. Starfsfólk Nordjobb fer yfir umsóknir jafnóðum og sendir ykkur þær sem uppfylla hæfnikröfurnar sem þið hafið gefið upp. Einnig leitum við að umsækjendum í gagnagrunni okkar meðal þeirra sem hafa sent inn almenna umsókn.
3. Við sendum ykkur bestu umsóknirnar
Nordjobb sendir ykkur bestu umsóknirnar gegnum ráðningarkerfi okkar. Þið fáið hlekk í tölvupósti sem þið opnið til að sjá umsóknir og ferilskrár umsækjenda. Þið getið skráð athugasemdir við umsóknir. Í kjölfarið getið þið haft samband við umsækjendur í síma eða tölvupósti. Starfsfólk Nordjobb getur þó einnig aðstoðað við að hafa samband við umsækjendur ef þið viljið.
4. Þið sendið atvinnutilboð (og látið Nordjobb vita af því)
Þegar þið hafið valið umsækjendur sem þið viljið ráða sendið þið viðkomandi atvinnutilboð. Þið þurfið einnig að láta Nordjobb vita þegar búið er að ganga frá ráðningu, þá getum við skráð viðkomandi sem Nordjobbara og sent allar upplýsingar varðandi praktísk atriði.
5. Nordjobb aðstoðar starfsmanninn við öll praktísk atriði
Nordjobb veitir starfsmanninum allar praktískar upplýsingar varðandi atvinnu á Íslandi, svo sem um kennitölu, bankareikning, skattframtal o.s.frv. Við útvegum einnig húsnæði. Við bjóðum upp á frístundadagskrá og möguleika til að kynnast öðrum norrænum ungmennum.