Að ráða norrænt

Ert þú að leita að starfsfólki fyrir árstíðabundið starf? Láttu Nordjobb sjá um að finna starfsfólkið fyrir þig.

Möguleikar Nordjobb

  • Áhugasamt, hæft starfsfólk
  • Ókeypis hjálp með ráðninguna
  • Tímabundið starfsfólk í mismunandi starfsgreinum                   

Afhverju Nordjobb?

  • Þjónusta Nordjobb er þér að kostnaðarlausu
  • Rúmlega 30 ára reynsla af ráðningaferlum
  • Þú leggur þitt af mörkum til norræna samstarfsins

Hreyfanleiki yfir landamærin á sér langa hefð á Norðurlöndunum. Með hjálp Nordjobb hafa öll fyrirtæki og Nordjobb þátttakendur tækifæri til að auka þekkingu sína á nágrannalöndum okkar.

Áhugasamt starfsfólk

Nordjobb þátttakendur taka ekki bara þátt til að fá laun fyrir vinnuna. Þeir eru áhugasamir og forvitnir um annað norrænt land en sitt eigið. Viðunandi kunnátta í einu af skandinavísku tungumálunum dönsku, sænsku eða norsku, er skilyrði fyrir umsækjendur. Við vitum af reynslu að norrænu starfsmennirnir eru ferskur blær fyrir allan vinnuhópinn.

Mörg starfssvið koma til greina

Ár hvert samanstendur gagnagrunnur Nordjobb af um það bil 10 000 umsóknum með mismunandi starfsreynslu og menntun. Margir umsækjendanna eru ennþá í námi og geta því veitt sérhæfða aðstoð innan ákveðinna starfssviða. Þú sem vinnuveitandi velur hverjum þú vilt bjóða vinnu. Nordjobb finnur umsækjendur sem standast þínar kröfur og óskir og kynnir þá fyrir þér.

Les meira um þjónustu Nordjobb

Nordjobb er fyrst og fremst fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og er í umsjá regnhlífasamtaka norrænu félaganna. Tilgangur Nordjobb er að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum.

Nordjobberne løfter stemningen på arbejdspladsen og sammen med dem har alle en mulighed for at forbedre sine sprogkundskaber. Sommeren gik udemærket, og vi vil gerne ansætte nordjobbere igen til næste år.

Metsä Botnia

Kaskö fabrikken, Finland

Det ser ud til at være dygtige unge mennesker som søger arbejde via Nordjobb. Man får et godt indtryk af, at de er ambitiøse og tager arbejdet alvorligt. Jeg tænker ikke bare på dette års nordjobbere, men de andre somre hvor vi også har haft nordjobbere.

Tanja Sabel

Käringsundsbyn, Ålandsøerne

Dette websted anvender cookies. Hvis du fortsætter, har du accepteret brugen af cookies.