Bókaðu Nordjobbfulltrúa
Nordjobbfulltrúar okkar eru fyrrverandi Nordjobbarar sem taka þátt í kynningarstarfsemi Nordjobb með því að halda spennandi kynningar á Norðurlöndunum. Markmið slíkra kynninga er að veita innblástur og hvetja ungt fólk til að stunda atvinnu í öðru norrænu landi og þar með kynnast menningu og tungumálum Norðurlandanna.
Vilt þú bóka kynningu með Nordjobbfulltrúa á viðburð eða í skóla? Hér að neðan getur þú athugað hvort Nordjobbfulltrúi sé til staðar í þínu landi.