Þú sem áður hefur tekið þátt í Nordjobb getur nú orðið Nordjobbfulltrúi!
Með því að gegna hlutverki Nordjobbfulltrúa færð þú tækifæri til að hitta önnur ungmenni frá öllum Norðurlöndunum sem hafa tekið þátt í Nordjobb. Þú færð að taka þátt í norrænni samvinnu og hvetja ungt fólk til að upplifa Norðurlöndin. Þar að auki getur þú þróað færni í samskiptum og kynningarstarfsemi, sem er góður undirbúningur fyrir atvinnulífið. Ef þú hefur áhuga á að efla norræn tengsl, læra um Norðurlöndin og um leið fá flotta viðbót við ferilskrána þína, skráðu þig þá sem Nordjobbfulltrúi!
Bakgrunnur og tilgangur verkefnisins
Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlönd verði orðið sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030 er stefnumarkandi fyrir áherslusvið Norðurlandanna. Hreyfanleiki, sameining og samstarf yfir landamæri eru því grundvallaratriði fyrir framtíðarsýnina. Verkefni Nordjobbfulltrúa var stofnað með þetta í huga.
Markmið verkefnisins er að gefa ungmennum tækifæri til að koma á fót skapandi upplýsingastarfsemi sem getur vakið áhuga annarra ungmenna á atvinnu og menningar- og tungumálaskipti á Norðurlöndunum. 86% meðal fyrrverandi Nordjobbara gefa upp að þátttaka í Nordjobb leiddi til þess að þau geti hugsað sér að vinna í öðru norrænu landi. Okkar von er að Nordjobbfulltrúar geti vakið áhugan hjá enn fleirum. Með þessari starfsemi viljum við einnig beita okkur gegn miklu atvinnuleysi ungmenna á Norðurlöndunum og stuðla að réttlátari, samþættari og efnahagslega sjálfbærari Norðurlöndum.
Hvað felst í því að vera Nordjobbfulltrúi?
Ætlast er til þess að hver fulltrúi fari í 10 heimsóknir í stofnanir eins og framhaldsskóla, háskóla, félagasamtök o.s.frv yfir u.þ.b. eitt ár frá október 2023. Markmiðið er að ungmenni taki virkan þátt í upplýsingastarfsemi fulltrúan til að auka áhuga þeirra á Norðurlöndunum og Nordjobb. Til að undirbúa fulltrúa höldum við tvær vinnustofur, þar sem sérfræðingar fræða þátttakendur og auka færni þeirra í samskiptum og samvinnu. Fyrsta vinnustofan fer fram í Osló. Á henni verður lögð áhersla á frásagnarlist og kynningartækni. Þú færð aðstoð frá okkur við að búa til upplýsingaefni sem byggir á þinni reynslu og upplifun sem Nordjobbari. Hin vinnustofan fer fram í Kaupmannahöfn þegar verkefnið er um það bil hálfnað. Á henni verður lögð áhersla á samskipti og úttekt á upplýsingastarfseminni. Loks er markmið verkefnisins að efla tengslanet fulltrúa, bæði á persónulegum og faglegum vettvangi.
Verkefnið felur í sér:
- Verkefnið hefst í október 2023 og stendur yfir í u.þ.b. eitt ár og felur í sér a.m.k. 10 upplýsingaverkefni. Þessi verkefni geta verið kynningar í skólum eða samtökum, þátttaka í ráðstefnum, upplýsingakvöld, o.s.frv.
- Fyrir hvert upplýsingaverkefni sem þú klárar færð þú 50 EUR (fyrir skatt) greiðslu. Þú getur fengið greitt fyrir allt að 10 upplýsingaverkefni. Þú færð greiðsluna í lok tímabils þíns sem Nordjobbfulltrúi.
- Tvær lærdómsríkar vinnustofur í Sviþjoð og Finnlandi með ferðalagi, mat og gistingu þér að kostnaðarlausu.
- Viðurkenningarskjal frá Sambandi Norrænu félaganna vegna þátttöku þinnar og meðmæli sem þú getur sett á ferilskrá.
- Greiðsla fyrir styttri ferðir vegna upplýsingaverkefna.
- Reynsla sem þú getur nýtt þér í atvinnulífinu, ásamt tengslaneti ungmenna á öllum Norðurlöndunum.
Við leitum að:
Einstaklingum sem vilja ögra sér, mynda ný tengslanet og eru ekki hræddir við að sýna frumkvæði. Það er kostur ef þú hefur reynslu af notkun samfélagsmiðla (þó ekki skilyrði).
Til að taka þátt í verkefninu þarft þú að hafa verið Nordjobbari sumarið 2023 eða fyrr. Auk þess þarft þú að geta tekið þátt í vinnustofunum. Sendu inn umsókn með því að fylla út formið hér.
Umsóknarfrestur er 19. ágúst.