Vestnordjobb

Sæktu um starf á Grænlandi eða í Færeyjum. Nordjobb útvegar þér húsnæði og hjálpar þér með hagnýt atriði.

Vestnordjobb verkefnið stuðlar að aukinni þáttöku vestnorænna ungmenna í Nordjobb, með sérstaka áherslu á að auka ungmennaskipti milli Íslands, Færeyja og Grænlands.

Í gegnum tíðina hefur samstarf milli þessara þriggja landa verið náið. Þrátt fyrir það hefur samstarfið verið ansi takmarkað milli ungmenna. Því viljum við breyta þar sem við trúum því að með aukinni þekkingu og sterkari tengslum milli ungs fólks á vestnorrænu löndunum getum við átt enn nánara og fjölbreyttara samstarf í framtíðinni.

Laus störf  Algengar spurningar

Markmið okkar

Markmið okkar er að aðstoða fleiri norræn ungmenni við að komast í Nordjobb og þá sérstaklega á vestnorrænu löndunum. Nordjobb er ein besta leiðin fyrir þig til að kynnast nágrannaþjóðum okkar, læra tungumál þeirra og verða hluti af norræna samfélaginu.

Þannig getum við styrkt stöðu vestnorrænu landanna sem mun leiða til jákvæðrar þróunar innan norræna samstarfsins. Þetta er allt liður í því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims í samræmi við Framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030.

info Gagnlegar upplýsingar um Nordjobb á Grænlandi og í Færeyjum

Hvað þarf ég að vita áður en byrja að vinna í Færeyjum? Hvernig eru launin á Grænlandi? Lestu meira um það sem við bjóðum upp á Grænlandi og í Færeyjum og fáðu leiðbeiningar í praktískum mál sem tengjast þínu starfi.


Færeyjar arrow_forward Grænland arrow_forward

Af hverju vestnorrænu löndin?

Vestnorrænu löndin eru Færeyjar, Grænland og Ísland. Við eigum margt sameiginlegt á vestnorrænu löndunum. Við erum litlar þjóðir sem hafa verið eða eru hluti af Konungsríki Danmerkur. Við búum öll á eyjum í Norður-Atlantshafi (þótt sumar séu stærri en aðrar) með svipað veðurfar og höfum svipaða innviði. Við eigum það sameiginlegt að okkar stærsti útflutningur er sjávarútvegur og ferðaþjónusta. Við reynum að standa vörð um tungumál okkar, náttúru og menningu. Það er margt sem við getum lært af hvert öðru og áskoranir sem við getum tekist á við í sameiningu.

StarvStarvsgreinLandStaðTíðarskeiðUmsóknarfreistStarvsmerki
Medarbetare sökes till hotel på VágarHotel/ReceptionFærøerne
Sørvágur
1.6.2025 - 15.8.2025
31.03.2025
Arbeta på fiskfabrik i byar på Grönland i sommar och höstFactory/WarehouseGrønland20.03.2025
Apply with a friend
English
Serveringspersonale søges til hotel i smukke IlulissatRestaurant/CaféGrønland
Ilulissat
1.5.2025 - 30.9.2025
21.03.2025
Hotel i Aasiaat søger tjenerRestaurant/CaféGrønland
Aasiaat
9.6.2025 - 5.9.2025
28.03.2025

Algengar spurningar

Færeyjar

Hvaða tungumál þarf ég að kunna til að vinna í Færeyjum?

Nauðsynlegt er að kunna annað hvort ensku eða dönsku, kostur er að kunna bæði. Færeyska er einnig náskyld íslenskunni og því ættu Íslendingar að vera fljótir að ná ágætis tökum á færeyskunni.

Hvernig kemst ég til Færeyja?

Flogið er beint frá Íslandi til Færeyja og tekur flugið um 1 ½ klst.

Grænland

Hvaða tungumál þarf ég að kunna til að vinna á Grænlandi?

Nauðsynlegt er að kunna annað hvort ensku eða dönsku, kostur er að kunna bæði. Grænlenska er mjög frábrugðin germönsku málunum (íslensku, dönsku o.s.frv.) og því er ekki ætlast til þess að starfsmenn kunni grænlensku.

Hvernig kemst ég til Grænlands?

Flogið er beint frá Íslandi til Grænlands. Allt árið er flogið beint til Nuuk og Kulusuk nokkrum sinnum í viku en á sumrin er líka flogið beint til Ilulissat og Narsarsuaq. Bæði Air Greenland og Icelandair fljúga til Grænlands.