Um Nordjobb

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum, húsnæði og menningar- og frístundadagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára.

Geturðu séð sjálfan/n þig vinna á bóndabæ á Danmörku, hóteli í Noregi eða í skemmtigarði í Finnlandi? Með hjálp Nordjobb getur þú sótt um árstíðabundið starf hvar sem er á Norðurlöndunum.

Nordjobb er bæði dýrmæt starfsreynsla og leið til að kynnast einu af nágrannalöndum þínum. Með því að taka þátt í Nordjobb færð þú að upplifa hvernig það er að búa í öðru norrænu landi og á sama tíma kynnast öðrum Nordjobb þátttakendum og eignast nýja vini frá öllum kimum Norðurlandanna.


Tilgangur Nordjobb

Nordjobb vinnur að því að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og að auka þekkingu á tungumálum og menningu á Norðurlöndunum. Frá 1985 höfum við veitt um það bil 29.000 ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að upplifa norrænt land yfir sumarmánuðina. Með því að taka þátt í Nordjobb leggja bæði þátttakendur og vinnuveitendur sitt af mörkum til að auka hreyfanleika yfir landamæri Norðurlandanna.

Hver má sækja um?

  • Þú ert með ríkisborgararétt í norrænu landi eða í ESB-landi
  • Þú ert á aldrinum 18-30 ára
  • Þú hefur viðunandi vald á dönsku, sænsku eða norsku

Möguleikar Nordjobb

  • Árstíðabundið starf í öðru norrænu landi
  • Útvegun á húsnæði
  • Spennandi menningar- og frístundardagskrá
  • Aðstoð við útvegun á kennitölu, skattkorti og bankareikningi

Frásagnir

Þetta var rosa­lega gam­an og mjög góð upp­lif­un. Sér­stak­lega að fá að búa ein og þurfa að elda og sjá um allt. Það var líka frá­bært að kynn­ast nýju fólki frá öðrum lönd­um.

Lauf­ey Bene­dikts­dótt­ir

Nordjobbari í Finnlandi

Jeg har virkelig nydt livet, lært en masse dejlige mennesker at kende og lært mig at forstå det svenske sprog meget meget bedre.

Brian Thorup Pedersen

Nordjobbari í Álandseyjum

Jeg blev meget glad da jeg fik jobtilbuddet, og jeg var på intet tidspunkt i tvivl om mit svar. Det er det bedste sommerjob jeg nogensinde har haft.

Celinn Daviknes

Nordjobbari í Færeyjum

Nordjobb er rekið af Norrænu félögunum. Verkefnið er fjármagnað að mestu leyti af Norrænu ráðherranefndinni og Norrænu félögunum.